Skilmálar fyrir frían flutning 

  1. Viðskiptavinir verða að panta í gegnum netverslun til að fá frían flutning.
  2. Frír flutningur er í boði ef pantað er fyrir meira en 30.000 kr. 
  3. Frír flutningur er í boði fyrir póstnúmer 101-371 og 800-881. Utan þeirra póstnúmera gildir gjaldskrá viðkomandi flutningsaðila. 
  4. Áburð í stórsekkjum verður ekki hægt að panta í gegnum netverslun á þessu ári. 
  5. Óbreytt fyrirkomulag er á flutningi ef viðkomandi pantar fyrir minna en 30.000 kr. 

 

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um flutning á önnur svæði, vinsamlegast hafðu samband við okkur á fodur@fodur.is 

Ef þig vantar aðstoð við að panta í gegnum vefverslun, vinsamlega hafðu þá samband í síma 570 9800.

 

Almennir skilmálar fyrir vefverslun

  1. Seldar vörur eru afgreiddar úr vöruafgreiðslu Fóðurblöndunnar  næsta virkan dag eftir pöntun, með þeim fyrirvara þó að þær séu til á lager.
  2. Ef pantaðar vörur eru uppseldar tímabundið mun þjónustufulltrúi hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti.
  3. Sendingar innanlands greiðast við móttöku samkvæmt verðskrá Póstsins ef eingöngu um smávöru er að ræða í sendingunni, en samkvæmt verðskrá vöruflutningafyrirtækis ef um stærri hluti er að ræða. 
  4. Sendingar sem viðskiptavinur sækir sjálfur eru afhentar í verslunum Fóðurblöndunnar gegn framvísun persónuskilríkja eða skriflegu umboði kaupanda.
  5. Póstsendingar eru afgreiddar af lager Fóðurblöndunnar og ættu að jafnaði að berast á áfangastað 2-3 virkum dögum eftir pöntun. 
  6. Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum Valitor, greiðslumiðlun Visa og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum Fóðurblöndunnar.
  7. Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og myndbrengl.
  8. Öll verð eru með virðisaukaskatti.
  9. Varðandi fóður, fræ og áburð þá leyfir gæðakerfi Fóðurblöndunnar sem og reglur Matvælastofnunnar ekki vöruskil ef viðkomandi vörur hafa farið heim á bæ / vinnslustöð. Um aðrar vörur sem ekki heyra undir þessar reglur, þá gilda almenn neytendalög um vöruskil.