Umboð

Hvað er umboð?

Umboð hafa tíðkast lengi í pappírsheimum. Helstu ástæður geta verið fjarvera, tímaskortur, fötlun/veikindi o.fl. Sama þörf er þegar erindum er sinnt rafrænt. Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.

Leiðbeiningar til að veita umboð er hægt að nálgast hér eða fyrir neðan.

Hvernig veiti ég umboð?

Fyrst þarf að fara inná síðuna https://innskraning.island.is/?id=minarsidur til að skrá sig inn á mínar síður hjá island.is.

Þegar búið er að skrá sig inn þá skal opna síðuna „Umboðskerfi“ undir „Minn aðgangur“ flipanum á valmyndinni vinstra megin á síðunni.

Á síðunni er síðan hægt að veita umboð.

Til að veita umboð fyllir þú út eyðublaðið sem birtist.

Kennitala: Umboðsveitandi slær inn kennitölu þess sem hann er að veita umboðið.

Nafn: Nafn umboðshafa birtist sjálfkrafa þegar kennitalan hefur verið slegin inn.

Hér gefst þér kostur að veita umboð fyrir þig sjálfan eða fyrirtæki/stofnun sem þú hefur prókúru fyrir.

Ef þú vilt veita umboð fyrir þig sjálfan, hakar þú í efri reitinn, þar sem nafnið þitt stendur.

Ef þú vil veita umboð fyrir fyrirtæki eða stofnun, hakar þú í neðri reitinn („Fyrirtæki/stofnun“).

Fyrirtækin og stofnanir sem þú hefur prókrúru fyrir birtast þá í listanum til hliðar þegar smellt er á „Leita í fyrirtækjaskrá“.

Þú velur þá fyrirtæki eða stofnun úr listanum sem þú vilt veita umboð fyrir.

Eftir kennitala og nafn reitirnir eru fylltir, smellir þú á Áfram hnappinn.

Flokkar: Hér velur þú Allir.

Þjónusta: Hér velur þú Fóðurblandan hf. – fodur.login

Umboðshlutverk: Hér skal hakað í hlutverkið Aðgangur að vef

Svo smellir þú á Áfram hnappinn.

Gildir frá/til: Dagsetning er valin með því að smella á tákn fyrir dagatal fyrir aftan reitinn.

Þegar þú ert búinn að setja inn viðeigandi dagsetningar smellir þú á Vista hanppinn.

Þá getur þú skoðað allar upplýsingar sem þú var að fylla inn.

Ef allt er í lagi, smellir þú á Staðfesta hnappinn til þess að veita umboðið.

Ef smellt er á „Hefur umboð fyrir“ sést yfirlit yfir þau umboð sem þú hefur umboð fyrir.

Ef engin umboð hafa verið veitt er listinn tómur.

Ef smellt er á „Veitt umboð“ sést yfirlit yfir þau umboð sem hafa verið veitt.

Ef engin umboð hafa verið veitt er listinn tómur.