Umboð

Hvað er umboð?

Umboð hafa tíðkast lengi í pappírsheimum. Helstu ástæður geta verið fjarvera, tímaskortur, fötlun/veikindi o.fl. Sama þörf er þegar erindum er sinnt rafrænt. Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.

Leiðbeiningar til að veita umboð er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Hvernig veiti ég umboð?

Hlekk á umboð má finna í innskráningar forminu, eða á mínum síðum hjá þeim sem eru innskráðir. 

Til að veita umboð þarf að innskrá sig aftur. Þegar innskráningu er lokið opnast umboðssíðan.

Ef þú ert með prófkúru fyrir fyrirtæki/stofnum geturðu valið hvort umboðið skal gilda fyrir þig eða fyrirtækið/stofnunina.

Umboðshafi: Umboðsveitandi slær inn kennitölu þess sem hann er að veita umboðið.

Gildir til: Valinn er gildistími umboðsins.

Að lokum er smellt á hnappinn “Veita umboð” og staðfestingargluggi kemur upp.

Ef allar upplýsingar eru réttar er smellt á “Staðfesta”.

Eftir að umboð hefur verið staðfest birtast upplýsingar um umboðið.

Þú getur valið að sækja umboðið í pdf formi, veita annað umboð eða skoða yfirlit allra umboða sem gefin hafa verið.

Í yfirliti umboða er að finna öll umboð sem þú hefur veitt ásamt þeim umboðum þeirra fyrirtækja/stofnanna sem þú hefur prófkúru fyrir.

Hér geturðu valið að afturkalla umboð eða breyta gildistíma umboðs.

Til að afturkalla umboð er ruslatunnan valin, staðfestingargluggi opnast og valið er “afturkalla umboð”.

Til að breyta gildistíma er penninn valinn, síða opnast þar sem valinn er nýr gildistími, smellt á hnappinn “Breyta”, staðfestingargluggi opnast og valið er “staðfesta” ef breytingarnar eru réttar.