Ný heimasíða Fóðurblöndunnar

Ný heimasíða Fóðurblöndunnar er komin í loftið, ásamt nýrri og endurbættri vefverslun.

Þegar verslað er í reikningsviðskipum þarf viðskiptamaður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Ef þú skráir þig inn í umboði lögaðila, þarf lögaðili að gefa einstaklingnum, sem skráir sig inn, umboð fyrir innskráningu.

Sjá leiðbeiningar fyrir umboð hér

Hægt er að sækja um að komast í reikningsviðskipti hér

Minn aðgangur

Þegar notandi hefur skráð sig inn getur hann séð og breytt upplýsingum inn á stjórnborðinu.

Hægt er að sjá yfirlit yfir pantanir, breyta og bæta við heimilisföngum, ásamt því að breyta nafni.

Karfan

Í körfunni getur þú valið að sækja vörur í verslun/lager eða fá þær sendar heim.

Hægt er að sækja vörur í verslanir okkar á Selfossi og Hvolsvelli eða á lager í Reykjavík, eða velja sendingarmáta sem hentar. 

Sendingarkostnaður leggst ofan á verð og er greiddur af kaupanda. Sendingarkostnaður er reiknaður af sendingaraðila.

Ef verslað er fyrir meira en 30 þúsund krónur er boðið uppá fría heimsendingu.

Frír flutningur gildir fyrir póstnúmer 101-371 og 800-881.

Til að virkja fría heimsendingu þarf að velja það í sendingarmáta.