Fóðurblandan

Fóðurblandan er rótgróið íslenskt fyrirtæki sem hefur verið með landsmönnum í marga áratugi og fagnaði 60 ára afmæli árið 2020.

Hlutverk Fóðurblöndunnar er að vera fyrsti kostur bænda við val á kjarnfóðri og rekstrarvörum fyrir búskapinn.

Fóður frá Fóðurblöndunni er framleitt fyrir íslenskan markað úr úrvals hráefnum. Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í kjarnfóður og völ er á. Maís, bygg og hveiti eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum, sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað, sem tengist flutningnum. Innlend hráefni svo sem fiskimjöl koma frá birgjum, sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar. Dæmi um innlend hráefni eru fiskimjöl, lýsi, kalkþörungar, skeljasandur, rækjuskel og hveitiklíð.

Verslanir Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila eru staðsettar nálægt helstu landbúnaðarhéruðum landsins.

Vefverslun Fóðurblöndunnar er opin allan sólarhringinn og sendum við um allt land. Hægt er að greiða vöruna strax með korti, millifæra eða setja í reikning.

Lítið mál að klára pöntun á netinu og sækja í næstu verslun, eða fá sent heim á hlað.

Kíktu á úrvalið í vefverslun