FRÁ FRÆI TIL FÓÐURS

Hjá Fóðurblöndunni færðu ráðleggingar um sáningarferlið í heild sinni, allt frá fræi til fóðurs. Við leiðbeinum þér um hvaða sáðvörur henta þínum aðstæðum, hvenær rétti tíminn sé til að sá og bera áburðinn á.

Fóðurblandan býður upp á hágæða yrki, sem eru þróuð í samráði við íslenska bændur, ráðunauta og helstu sérfræðinga. Mjög er vandað til samsetninga yrkja, sem þurfa að vera í réttu hlutfalli í blöndunum, auk þess sem tekið er mið af hverju landsvæði fyrir sig.

Hvar sem þú ert á landinu og hverjar sem þarfirnar eru, þá bjóðum við upp á sáðvörur í úrvali, sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður.

SÁÐVÖRUR OG HEYVERKUN - VERÐLISTI 2024

Gott er að hafa í huga, að tryggja að allt frost sé farið úr jörðu, áður en sáning á sér stað.

Skoða sáðvörur í vefverslun

HÁGÆÐA VÖRUR TIL HEYVERKUNAR

Hjá Fóðurblöndunni færðu mikið úrval af vörum til heyverkunar, hvort sem það er rúlluplast, net, eða stæðuplast.

Fóðurblandan býður upp á hágæða rúlluplast frá Silotite. Áratuga reynsla er komin á vörur frá þessum framleiðanda, sem hefur sannað sig hér á landi. 

Baletite filma kemur í stað rúllunets. Baletite veitir þétt grip utan um ummál rúllunnar, sem þéttir innihaldið og ýtir súrefni fyrr út.

Fóðurblandan býður upp á stæðuplast frá RKW í nokkrum lengdum.

Hér má skoða nánari upplýsingar um Silotite og Baletite. 

Einnig er hægt að lesa allt um Silotite með því að smella hér

vörur til heyverkunar í vefverslun

Ekki til á lager