HEYSÝNATAKA OG FÓÐURRÁÐGJÖF

Fóðurblandan býður upp á heysýnatöku og fóðuráætlanagerð fyrir viðskiptavini sína.

Fóðurblandan leggur allt kapp á þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini sína.

Starfsmenn Fóðurblöndunnar taka heysýni hjá bændum og láta greina innihald þeirra hjá rannsóknarstofunni Efnagreiningu ehf.

Fóðurblandan býður bændum jafnframt upp á gerð fóðuráætlana, sem unnar eru með aðstoð NorFor fóðuráætlunarkerfisins. Þar er lagt mat á það, hvaða kjarnfóður hentar best með gróffóðri búsins.

Fóðurfræðingur og söluráðgjafar Fóðurblöndunnar eru ávallt reiðubúnir til ráðgjafar um málefni tengd fóðrun og til þess að aðstoða bændur við að reyna að hámarka nyt, bæta verðefni í mjólkinni og vinna að betra heilbrigði gripanna.

 

Vinsamlega hafið samband í sima 570 9800 eða sendið tölvupóst á netfangið radgjof@fodur.is