Gæðaflokkun á byggi
Þrír þættir eru notaðir við mat á korninu: þroskastig, þurrefnisinnihald og hreinleiki kornsins.
Auk þess skal tryggt að ekki sé hiti í korninu við móttöku.
Þroskastig kornsins er metið útfrá rúmþyngd (g/lítra) þurrkaðs korns, rakastigið er mælt og hreinleiki kornsins er metinn með sjónmati.
1. flokkur
Korn með rúmþyngd 600 g/lítra eða hærra og er þá gert ráð fyrir að þurrefnisinnihald kornsins sé 88% eða hærra. Fari þurrefnisinnihald niður í 86-88 % er kornið verðfellt um 3%.
Ekki skal vera sýnilegt rusl í korninu.
2. flokkur
Korn með rúmþyngd á bilinu 550 til 599 g/lítra og og er þá gert ráð fyrir að þurrefnisinnihald kornsins sé 88% eða hærra. Fari þurrefnisinnihald niður í 86-88 % er kornið verðfellt um 3%.
Ekki skal vera sýnilegt rusl í korninu.
3. flokkur
Korn með rúmþyngd á bilinu 500 til 549 g/lítra og og er þá gert ráð fyrir að þurrefnisinnihald kornsins sé 88% eða hærra. Fari þurrefnisinnihald niður í 86-88 % er kornið verðfellt um 3%.
Ekki skal vera sýnilegt rusl í korninu.
- Ekki er tekið við byggi sem er með rúmþyngd undir 500 g/lítra.
- Ekki er tekið við byggi með þurrefnisinnihald undir 86%.
- Ef grunur er um að kornið standist ekki gæðakröfur um móttöku og vinnslu er æskilegt að koma með sýnishorn.
- Fóðurblandan áskilur sér rétt til þess að hafna móttöku á byggi ef mikið rusl er í farminum.
- Verðskráin miðast við afhendingu á byggi við verksmiðju Fóðurblöndunnar í Reykjavík.