Áburðarverðskrá GRÆÐIR 2025-2026

Hágæða áburður – sniðinn að íslenskum jarðvegi.

GRÆÐIR áburður er þróaður með þarfir íslensks landbúnaðar að leiðarljósi og byggir á áratugalangri reynslu og samvinnu við bændur um allt land. Áherslan er á hámarks nýtingu næringarefna, betri uppskeru og jarðveg sem stendur undir stöðugri og sjálfbærri ræktun.

Vörulínan samanstendur af fjölbreyttum lausnum sem henta mismunandi jarðvegs- og ræktunarskilyrðum. Flestar tegundirnar eru einkorna, sem tryggir jafna dreifingu og áreiðanlega upptöku næringarefna.

Allur áburður er framleiddur samkvæmt ströngum gæðastöðlum. Einsleit korn og húðun sem bætir flæði og dregur úr samloðun gera áburðinn auðveldan í meðhöndlun og tryggja stöðuga dreifingu við íslenskar aðstæður.

Frí heimkeyrsla er í boði ef pantað er 6 tonn eða meira fyrir 20. janúar 2026.

Takmarkað framboð og óvissa á mörkuðum

Græðir áburður er í boði í 600 kg stórsekkjum og framboð einstakra tegunda er  breytilegt og því er mikilvægt að meta áburðarþörf tímanlega til að tryggja að réttar tegundir séu tiltækar þegar vorverkin hefjast.

Að auki hafa erlendir áburðarmarkaðir að undanförnu einkennst af breyttum forsendum, meðal annars vegna gjaldeyrissveiflna, innleiðingar kolefnisálags (CBAM) í Evrópu og breytinga á alþjóðlegum hráefnamörkuðum. Þessir þættir hafa skapað nokkra óvissu um verð og afhendingarskilmála á komandi tímabili og gera tímanlega pöntun enn mikilvægari.

Því hvetjum við bændur til að tryggja sér áburð fyrr en ella, sérstaklega ef óskað er eftir ákveðnum tegundum eða samsetningum.

ÁBURÐARTEGUNDIR ÁRIÐ 2026