Áburður í stórsekkjum
Fóðurblandan býður upp á mikið úrval einkorna og fjölkorna áburðartegunda, sem henta vel við íslenskar aðstæður.
Fóðurblandan byggir á áratuga hefð og efnasamsetningu, sem unnin var í nánu samráði við ráðunauta og bændur um allt land. Við tegundavalið er leitast við að uppfylla óskir viðskiptavina, miðað við sem flestar tegundir túna og jarðvegsgerðir.
Fóðurblandan býður einnig upp á áburð sem hentar kornrækt, uppgræðslu og skógrækt, auk ræktunar matjurta og skrautgarða. Söluráðgjafar Fóðurblöndunnar aðstoða bændur við að finna áburðinn sem hentar hverju sinni og að fá hagstæð tilboð í flutning áburðarins heim á hlað.
Fóðurblandan gefur árlega út Græði áburðarrit, þar sem finna má ýmsan fróðleik ásamt vöru- og verðskrá.
græðir verðskrá 2024