Bílafloti Fóðurblöndunnar
Núverandi bílafloti FB er einn sá öflugasti sem fyrirtækið hefur átt hingað til. Flotinn samanstendur af 8 sérútbúnum fóðurflutningabílum og á einum þeirra er hægt að velja um tengivagn fyrir sekkjað fóður (kassa) eða laust fóður (tanka).
Við val og hönnun á þeim búnaði sem er á fóðurbílunum er að mörgu að hyggja. Sá búnaður sem er á bílum FB hefur verið valin með það í huga að flytja fóðrið til viðskiptavina á sem hagkvæmasta og bestan hátt til að varðveita gæði fóðursins.
Þannig er þörfum viðskiptavinanna mætt með lægri aksturskostnaði. Gæði fóðursins eru varðveitt alla leið og stuttur dælutími auðveldar og eykur þægindin við afhendingu fóðurs. Aukin hagkvæmni skilar sér að lokum til viðskiptavinanna í formi lægra fóðursverðs og jafnari gæða.
Auk fóðurbíla hefur fyrirtækið yfir að ráða sjö vögnum sem eru þriggja eða fjögurra hólfa vagnar. Manna á milli er talað um kúlur í stað hólfa þegar rætt er um burðargetu flotans. Þannig er flutningsgetan ef miðað er við einn bíl með vagn 7 til 9 kúlur en hver kúla tekur rúm 3 tonn af fóðri. Því er hægt í einni ferð er hægt að flytja 21 til 27 tonn af fóðri.