Gæðaeftirlit og gæðaframleiðsla

Gæðastefna Fóðurblöndunnar hefur það að meginmarkmiði að fóðurvörur séu af háum gæðaflokki og séu rétt meðhöndlaðar. Einnig að tryggja að framleitt fóður sé ekki skaðlegt dýrum, mönnum eða umhverfi.

Með þessi markmið að leiðarljósi er reynt að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina Fóðurblöndunnar á hverjum tíma.

Gæðakerfið er byggt upp samkvæmt HACCP sem snýst um greining hættu og mikilvægra stýristaða í framleiðslu.  Við framleiðslu á fóðri er nauðsynlegt að huga að hvoru tveggja, hráefnisgæðum og öryggi framleiðslunnar. Gæðakerfi Fóðurblöndunnar tekur mið af þessum mikilvægu þáttum. Regluleg sýni eru tekin af hráefnum, úr framleiðslulínu og af lokaafurð.  Öll sýni sem tekin eru, eru send á viðurkennda rannsóknarstofu til greiningar.  Til að tryggja öryggi framleiðslunnar fer fram ýtarlegt örverueftirlit sem nær til hráefnis sem og tilbúins fóðurs.  Fyrirtækið gerir miklar kröfur til birgja, innlendra sem og erlendra.  Hveiti, maís og bygg eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri.  Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum.  Innlend hráefni svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Sjálfvirkni og sóttvarnir

Framleiðsla á fóðri hjá Fóðurblöndunni er sjálfvirk og fer fram í lokuðum kerfum sem er nauðsynlegt til þess að tryggja viðskiptavinum ómengaða vöru. Framleiðslunni er stýrt með iðnstýrivélum og skjákerfum sem hönnuð eru af Verkfræðistofunni EFLA og stenst framleiðslan alla staðla sem gerðir eru til fóðurframleiðenda innan Evrópusambandsins.

Gæðaframleiðsla

Þar sem efnasamsetning hráefnia er breytileg eftir árstíma er nauðsynlegt að vel sé fylgst með ástandi þess. Til að lágmarka áhrif hráefna á lokaafurð eru hráefnin metin með tilliti til efnainnihalds og vinnslueiginleika hverju sinni. Uppskriftir eru aðlagaðar út frá efnainnihaldi hráefnisins á hverjum tíma og þannig er tryggt að efnainnihald fullbúins fóðurs er óháð ástandi hráefnisins og tryggjum við með því jöfn gæði lokaafurðar.

.

Umhverfið

Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá Fóðurblöndunni.  Fyrirtækið leggur metnað sinn í að lágmarka mengun frá verksmiðju. Öflugur lofthreinsibúnaður skilur allt ryk frá afsogi sem tengt er tækjum verksmiðjunar.  Með því er leitast við að tryggja að ekkert ryk berist út í umhverfið frá starfsemi fyrirtækisins.  Öll hreinsiefni sem Fóðurblandan notar eru samþykkt af Umhverfisstofnun (UST) til notkunar í matvælaiðnaði.  Allt sorp sem til fellur er flokkað og fargað á viðeigandi hátt af viðurkenndum aðilum.

.