Gæðaeftirlit og gæðaframleiðsla
Gæðastefna Fóðurblöndunnar hefur það að meginmarkmiði að fóðurvörur séu af háum gæðaflokki og séu rétt meðhöndlaðar. Einnig að tryggja að framleitt fóður sé ekki skaðlegt dýrum, mönnum eða umhverfi.
Með þessi markmið að leiðarljósi er reynt að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina Fóðurblöndunnar á hverjum tíma.
Gæðakerfið er byggt upp samkvæmt HACCP sem snýst um greining hættu og mikilvægra stýristaða í framleiðslu. Við framleiðslu á fóðri er nauðsynlegt að huga að hvoru tveggja, hráefnisgæðum og öryggi framleiðslunnar. Gæðakerfi Fóðurblöndunnar tekur mið af þessum mikilvægu þáttum. Regluleg sýni eru tekin af hráefnum, úr framleiðslulínu og af lokaafurð. Öll sýni sem tekin eru, eru send á viðurkennda rannsóknarstofu til greiningar. Til að tryggja öryggi framleiðslunnar fer fram ýtarlegt örverueftirlit sem nær til hráefnis sem og tilbúins fóðurs. Fyrirtækið gerir miklar kröfur til birgja, innlendra sem og erlendra. Hveiti, maís og bygg eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum. Innlend hráefni svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar.