
Hvað er HY-D?
Hy-D® er lífvirkt form D-vítamíns sem frásogast beint í blóði, ólíkt hefðbundnu D3 sem fer í gegnum hægari umbreytingu í lifur. Rannsóknir sýna að kýr ná oft ekki æskilegum styrk D-vítamíns í blóði – jafnvel þegar þær eru á beit og í sólríkara landi en á Íslandi. Hy-D® tryggir hraðari og skilvirkari frásog til að styðja ónæmi, beinstyrk og framleiðslu.
Ávinningur þess að nota HY-D®
Einstök virkni – betri nýting og hraðara frásog

Lífvirkt D-vítamín skiptir máli – fyrir heilsu, frjósemi og afurðir
D-vítamín gegnir lykilhlutverki í mörgum grundvallarferlum í líkama nautgripa – ekki aðeins fyrir beinheilsu, heldur einnig fyrir frjósemi, ónæmiskerfi, vöðvastarfsemi og jafnvel virkni hormóna. Þegar D-vítamín er ekki nýtt nægilega vel, geta kýr orðið viðkvæmari fyrir sýkingum, lent í kalkskorti eftir burð og átt erfiðara með að skila hámarksnytum.
Hy-D® er lífvirkara form D-vítamíns sem líkaminn nýtir beint, án þess að þurfa að umbreyta því fyrst í lifur. Það þýðir að áhrifin koma fyrr fram og stöðugleiki í styrk D-vítamíns verður meiri. Þetta hefur áhrif á efnaskipti, nýtingu kalks og fosfórs, og viðhald á ónæmisviðbrögðum – sem öll eru lykilatriði fyrir heilsu og frammistöðu kúarinnar.
Kýr sem fá Hy-D® eru betur undirbúnar fyrir burð, sýna minni tíðni af fæðingartengdum kvillum og skila sér hraðar í mjaltaskeið. Jafnframt fá kálfarnir betri broddmjólk með meira magni mótefna og eru því líklegri til að fá betri byrjun á lífinu.
Fyrir kýr á geldstöðu
Fyrir kýr sem eru ekki mjólkandi en ganga með kálf og undirbúa burð, er fókusinn á að byggja upp líkamsforða, ónæmi og vöðvastyrk – Hy-D® styður þetta með:
- Betri upptöku á kalki – sem dregur úr líkum á doða eftir burð
- Meiri og betri broddmjólk – með hærra magni mótefna (IgG) fyrir kálfinn
- Sterkara ónæmiskerfi – færri sýkingar á borð við legbólgu eða fastar hildir
- Stöðug D-vítamínstaða – tryggir jafnvægi í efnaskiptum og undirbýr líkamann
- Minni þörf á sýklalyfjum – skilar sér í bættri velferð og lægri kostnaði
Fyrir Mjólkandi kýr
Hy-D® hefur verið bætt í allar fóðurblöndur Fóðurblöndunnar fyrir mjólkandi kýr. Ávinningurinn er mælanlegur og skilar sér beint í afurðum og heilsu:
- Hærri mjólkurnyt – að meðaltali +0,8 kg/dag samkvæmt rannsóknum
- Lægri frumutala – minna af júgurbólgu og sýkingum
- Betri nýting á kalki og fosfór – sem styður við bein, klaufir og vöðvastarfsemi
- Sterkara ónæmiskerfi – sem skilar sér í minni veikindum og lyfjanotkun
- Aukin frjósemi – fleiri kýr festa fang fyrr
- Stöðugari D-vítamínstaða í blóði – sem heldur líkamanum í jafnvægi yfir lengri tíma
Geldstöðukögglar
Geldstöðukögglar Fóðurblöndunnar – Sérhæft fóður fyrir mikilvægasta tímabilið
Til að nýta alla kosti Hy-D® hefur Fóðurblandan þróað sérhæft fóður fyrir geldkýr – Geldstöðukögglana. Þeir innihalda ekki bara Hy-D®, heldur einnig hágæða prótein, E-vítamín, bíótín og magnesíum – allt efni sem styður við heilsu og frammistöðu.


Geldstöðukögglar
Tíminn fyrir burð er einn af lykilþáttum í fóðrun kúarinnar. Á þessum tíma þarf fóður að styðja við endurheimt, undirbúning fyrir afurðagjöf, sterkara ónæmiskerfi og heilsu kálfsins sem er að fæðast. Fóðurblandan hefur þróað Geldstöðuköggla sem uppfylla þessar kröfur – með áherslu á næringarlegan stuðning sem skilar sér bæði fyrir og eftir burð.
Hvað gera Geldstöðukögglarnir?
Innihalda Hy-D® sem tryggir hraðvirka og stöðuga D-vítamínupptöku fyrir sterkara ónæmiskerfi og betri nýtingu kalks
Eru próteinríkir og innihalda hágæða amínósýrur sem byggja upp líkamsforða fyrir mjaltaskeið
Eru bættir með E-vítamíni sem dregur úr bólgusvörun og styður við frumuvörn og mjólkugæði
Innihalda bíótín sem styrkir klaufaveggi og dregur úr líkum á heltu, sem er algengt vandamál eftir burð
Innihalda magnesíum sem styður við vöðvastarfsemi og efnaskipti, og dregur úr líkum á efnaskiptaóreglu
Ávinningur sem sést og mælist
Kýr sem fá Geldstöðuköggla með Hy-D® sýna mælanlegan árangur:
25% meiri broddmjólk
20% hærra magn IgG mótefna
Minni tíðni legbólgu og fastra hilda
Aukning á mjólkurnyt eftir burð
Hvað kostar Hy-D®
Hy-D® og Geldstöðukögglar Fóðurblöndunnar skila sýnilegum og mælanlegum árangri – sem réttlætir fjárfestinguna:
200 ml meiri mjólk á dag á hverja kú eftir burð
Sterkari kálfar – flutningur mótefna í broddi eykst og skilar sér í betri byrjun kálfs
Einn heilbrigður kálfur með betra ónæmi getur í raun borið kostnaðinn uppi
Þessi árangur nær yfir allan kostnað við Geldstöðuköggla í 3 vikur og viðbót Hy-D® í mjólkurfóðri.
Ráðlagður dagskammtur
Mælt er með 3 kg á dag síðustu 3 vikurnar fyrir burð.
Árangur studdur af rannsóknum
Fjöldi rannsókna hefur sýnt að viðbót með Hy•D hefur jákvæð áhrif á heilsu, frjósemi og afurðir mjólkurkúa – allt frá geldstöðu og fram á mjólkurskeið. Hér má sjá dæmi ávinning þess að nota HY-D samkvæmt niðurstöður nokkurra slíkra rannsókna.
„Rannsóknir sýna að viðbót af Hy•D getur aukið mjólkurframleiðslu um allt að 3,9 kg á dag.“
— Byggt á samantekt DSM-Firmenich, 2024
„Hy•D stuðlar að bættri nýtingu kalsíums og dregur úr
hættu á kalkskorti í byrjun mjólkurskeiðs.“
— Silva et al., 2022
„Kýr sem fengu Hy•D sýndu hærri styrk broddmjólkur og lægri frumutölu.“
— DSM Feeding Trials
„Hy•D stuðlar að hærra magni mótefna (IgG) í broddmjólk, sem styrkir ónæmiskerfi kálfa og dregur úr hættu á sýkingum eftir burð.“
— Martinez et al., 2021
„Kýr sem fengu Hy•D urðu að meðaltali 19 dögum fyrr frjóar eftir burð og hófu næstu mjólkurlotu fyrr.“
— Martinez et al., 2021
„Viðbót Hy•D í geldstöðu hefur verið tengd við aukna frjósemi og lægri tíðni sýkinga eftir burð.“
— Martinez et al., 2021
„Hy•D hjálpaði til við að hækka blóðsykur og lækka bólguviðbrögð í geldstöðukúm, sem skilaði sér í betra starti eftir burð.“
— Samantekt DSM-Firmenich
„Viðbót Hy•D á geldstöðu tímabili eykur D-vítamínbúskap og bætir orkujafnvægi kúa í aðdraganda burðar.“
— Silva et al., 2022