Íslenska áburðarfjölskyldan

Bændur hafa notað áburð frá FÓÐURBLÖNDUNNI í rúmlega 50 ár með góðum árangri.
FÓÐURBLANDAN BÝÐUR EINNIG upp á áburð í smápakkningum FYRIR GARÐ- OG SUMARHÚSAEIGENDUR undir merkjum íslensku áburðarfjölskyldunnar.

Íslenskur jarðvegur er myndaður úr eldfjallaösku og er yfirleitt frekar súr, en gróður þrífst illa í súrum jarðvegi. Þess vegna er gott að hjálpa plöntum og grasi við að auka upptöku næringarefna og gera jarðveginn basískan, eða að minnka sýrustig jarðvegs.

Hér höfum við tekið saman nokkur góð ráð um notkun áburðarins:

Vaxtartími grasplöntunnar

Vaxtartími grasplöntunnar á Íslandi er 110 – 130 dagar. Grasvöxtur getur verið mikill framan af vaxtartímanum vegna góðra birtuskilyrða þ.e. mikil ljóstillífun.

Maí

Þegar jarðvegshitinn er orðinn 5 gráður verður starfsemi gerla og baktería nægileg til að hafa áhrif á vöxt grasplöntunnar. Þessar örverur umbreyta köfnunarefni (N) og öðrum efnasamböndum í upptakanleg efnaform fyrir grasplöntuna sem örva vöxt hennar. Við byrjum á Turbokalki sem kalkar og hemur mosann. Köfnunarefnið (N) í Turbokalkinu örvar grasvöxtinn. Viku seinna væri gott að setja á grasið Graskorn/Græðir 6, sem myndi styrkja rótarkerfið. Gott er að sá Grasfræblöndu yfir á vorin til að viðhalda þéttri og þolinni gróðurþekju.

Júní – júlí

Rótarvöxtur dvínar á kostnað blaðvaxtar. Nýir blaðsprotar eru í hámarki. Grassvörðurinn nær mestum þéttleika á þessum tíma. Í þriðju viku í júní væri gott að dreifa Graskorni/Græðir 6.

Ágúst

Ljóstillífun minnkar með styttri birtutíma og blaðvöxtur verður mun minni. Í fyrstu viku ágústmánaðar er gott að enda áburðargjöf sumarsins á Graskorni/Græðir 6.
Varast ber að nota of mkið og dreifa létt yfir. Mikilvægur vaxtartími rótarkerfisins fer nú fram. Rætur stækka og safna forða til að undirbúa grasplöntuna fyrir veturinn.

September

Rótarvöxtur heldur áfram fram eftir hausti ef veðurskilyrði eru góð.

Október – apríl

Grasplantan er í dvala. Mjög hæg starfsemi grasplöntunnar gengur á orkuforða rótanna yfir veturinn. Mosi vex á góðum vetri.

Vor

Orkuforði grasplöntunnar er á þrotum. Grasplantan verður mjög viðkvæm fyrir traðki, hitasveiflum, vindkælingu og þurrki.

  Blákorn Græðir 6 Graskorn Trjákorn Garðafosfat Kalkkorn   Túrbókalk Grasfræ Landgræðslufræ
Grasið        
Gras í stað mosa        
Mosinn burt            
Matjurtir / kál og kryddjurtir            
Matjurtir / rótargrænmeti            
Blómabeð              
Kartöflur            
Tré og runnar            
Beit fyrir búfénað        

Graskorn og græðir 6

Tilbúinn áburður fyrir grasflatir.

Hlutfallið í efnainnihaldinu liggur nokkuð nálægt meðalþörf og ætti að viðhalda þörf jarðvegsins, sé ekki um skort að ræða. Ráðlagður skammtur er um 40 gr. á m². Berið á um leið og flötin er farin að grænka. Notist ekki á sumarblóm, rifsberjarunna og kartöflur. Athugið að ef grasflötin á að vera falleg og ræktarleg þá þarf að ná upp vexti grassins og því eykst tíðni sláttar.

Efnainnihald:

Köfnunarefni (N) 20%

Fosfór (P) (heildarmagn) 4,4%

Kali (K) 8,3%

Kalsíum (Ca) 3,0%

Brennisteinn (S) 2,0%

Magn: Graskorn – 7 kg og 12,5 kg

Græðir 6 – 25 kg.

Blákorn

Góður alhliða áburður fyrir skrúðgarða.

Klórsnauður NPK-áburður með kalki, magnesíum, brennisteini og bór. Hentar vel í öll blómabeð, fyrir matjurtir, skrautrunna og tré.

Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni.

Ráðlagður skammtur er um 20 gr. á m².

Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtartímann frá maí fram í miðjan júlí.

Efnainnihald:

Köfnunarefni (N) 12,0%

Fosfór (P) (vatns- og sitratleysanlegur) 5,0%

Kali (K) 14,1%

Kalsíum (Ca) 2,0%

Magnesium (Mg) 1,2%

Brennisteinn (S) 2,0%

Bór (B) 0,03%

Magn: 7 kg, 12,5 kg og 25 kg

Trjákorn

Tilbúinn áburður fyrir trjágróður.

Gefur fallegan blaðvöxt og styrkir rótarkerfið og því upplagður í trjágarða og á sumarbústaðalönd. Varast skal að bera áburðinn í miklum mæli á litlar plöntur og ætti þá frekar að nota Blákorn.

Ráðlagður skammtur fyrir tré er um 100 gr. hvern lengdarmetra trésins.

Athugið að bera áburðinn ekki að stofninum.

Efnainnihald:

Köfnunarefni (N) 17,0%

Fosfór (P) (heildar) 6,6%

Kali (K) 10,0%

Kalsíum (Ca) 3,0%

Brennisteinn (S) 2,0%

Magn: 7 kg

Garðafosfat

Eykur matgæði matjurta.

Garðafosfat er fosforríkur áburður með köfnunarefni og er einkum notaður með blönduðum áburði þar sem fosfórskortur er. Fosfór er eitt af helstu næringarefnum jurta. Garðafosfat stuðlar að auknum undirvexti garðávaxta og styrkir rótarkerfi trjáa og grasa. Fosfór eykur þurrefnismagn og þar með matargæði kartaflna sem og annarra matjurta. Ef um mikinn fosfórskort er að ræða verða jurtirnar blágrænar og oft kemur á þær fjólublár litur.

Efnainnihald:

Köfnunarefni (N) 12,0%

Fosfat (P20₅) (vatns- og sitratleysanlegt) 52,0 %

Fosfór (P) (vatns- og sitratleysanlegur) 22,6%

Magn: 5 kg

Kalkkorn

Vinnur gegn súrnun jarðvegs og mosa.

Kalkkorn er kornað kalk og þægilegt til dreifingar á grasflatir.

Kalkið vinnur gegn súrnun jarðvegs og auðveldar plöntum upptöku annarra efna, auk þess heldur það mosa í skefjum. Athugið að ekki ber að kalka kartöflugarða vegna kláðahættu, nema um mjög súran jarðveg sé að ræða. Einnig þrífast nokkrar tegundir skrautjurta best í súrum jarðvegi.

Efnainnihald:

Kalsíum (Ca) 35,0%

Magnesium (Mg)1,4 %

Magn: 7 kg og 25 kg

Áburðarbætt Turbokalk

Fyrir fallegar grasflatir.

Gott er að nota Graskorn/Græðir 6 og Turbokalk á grasflatir í upphafi vaxtartímans á vorin. Fyrst Turbokalk til að hlutleysa jarðveginn og síðan Graskorn/Græðir 6 eftir 5-7 daga. Berið Turbokalk á þrisvar sinnum fram í miðjan júlí. Það eykur mótstöðuafl plantna gegn sjúkdómum og vinnur gegn vexti mosa. Þá bætir Turbokalk jarðvegsbygginguna og auðveldar loftun jarðvegsins.

Efnainnihald:

Dólómitakalk (CaCO₃ / MgCO₃) 77,0%

Kalksaltpétur23,0 %

Kalsíum (Ca)21,0 %

Magnesium (Mg)9,3 %

Köfnunarefni (N) 3,6%

Magn: 12,5 kg

Grasfræ – Garðablanda – Landgræðslublanda

Garðablanda – grasfræ

henta vel í flesta húsgarða. Blandan þolir vel snöggan slátt. Til að viðhalda fínleikanum er mikilvægt að garðurinn fari ekki loðinn undir vetur. Gott getur verið að sá yfir á vorin til að viðhalda þéttri og þolinni gróðurþekju.
Ráðlagt sáðmagn er um 2-4 kg/100m².

Landgræðslublanda

Notkunarsviðið er allt frá því að örva gróðurframvindu á örfoka landi, til þess að auka magn og gæði gróðurs. Best er að bera á og sá sem fyrst að vori og ekki síðar en um miðjan júlí. Ef landið er alveg gróðurlaust, þarf áburð og grasfræ.

Magn: 1 kg og 15 kg

*Notið einnig 4-5 kg af áburði, Blákorn eða Græðir 6 á 100m² ef landið er gróðurlaust.