Gott er að byrja áburðardreifingu þegar jarðvegur er orðinn +5°C. Munum að dreifa áburðinum jafnt yfir svæðið. Ójöfn dreifing veldur misvexti í grassverði og getur valdið grasbruna fari of mikill áburður á viss svæði. Gott er að vökva eftir dreifingu svo virknin verði sem best. Ekki slá grasið of oft, hærri stilling og gott bit á hnífunum gerir grasið fallegt. Sláttustefnu skal breyta í hvert skipti sem slegið er. Ef það er ekki gert þá leggst grasið í meira mæli. Aðgæta skal leka. Að ekki leki bensín eða olía, það myndar litla dauða bletti. Með þekkingu og smá reynslu og réttum aðgerðum getur ræktandinn lagt sitt af mörkum við að gera garðinn glæsilegan.