Sjálbærnistefna Fóðurblöndunnar
Fóðurblandan leggur áherslu á sjálfbærni í rekstri og áherslu á að starfsemin hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Fóðurblandan starfar eftir íslenskum lögum og reglugerðum samanber kröfum MAST/EU ásamt því að starfa eftir gæðastaðli Global Gap.
Það innifelur meðal annars eftirfarandi:
- Við innkaup hráefna skal vottorð um heilnæmi vera til staðar. Hráefni skulu vera rekjanleg og fóður skal vera rekjanlegt til viðskiptavina.
- Við mat á birgjum leitumst við eftir sjáfbærni og að okkar birgjar séu með virkt gæðaeftirlit.
- Fóðurblandan er með það að leiðarljósi að nýta orkumiðla á hagkvæman og öruggan hátt. Fóðurblandan notar umhverfisvæna orkumiðla frá íslenskum orkufyrirtækjum, rafmagn og heitt vatn.
- Fóðurblandan leitast við að lágmarka notkun rekstrarvara og sóun.
- Áhersla er lögð á að lágmarka ryk og lyktarmengun.
- Spilliefni eru geymd á viðurkenndan hátt til þess að lágmarka möguleika á mengun.
- Lögð er áhersla á að lágmarka sorp með því að endurnýta þar sem því er komið við. Allur úrgangur sem ekki er hægt að endurnýja fer til förgunar hjá viðurkenndum aðilum.
- Stöðugt er unnið að umbótum til þess að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið.