“Feldmann pískur” hefur verið bætt í vörukörfuna þína. Skoða körfu
Hrímnis hringamél tvíbrotin 14mm
19.990 kr. með vsk
Þetta mél er með nýrri og einstaklega þægilegríi hönnun sem hámarkar vellíðan hestsins.
Markmið okkar var að hanna munnstykki með stuttu tengistykki sem liggur flatt milli tungunnar og gómsins.
Í flestum hefðbundnum mélum er munnstykkið í sama horni og gatið sem bitahringurinn fer í gegnum, og liggur því ekki flatt á tungunni þegar hesturinn er riðinn. Í þessu méli er munnstykkið snúið 30° fram á við, sem gerir það að verkum að það liggur flatt milli tungunnar og gómsins við reið. Sveigða lögunin kemur í veg fyrir að liðamótin erti góm hestsins.
Stutta tengistykkið fellur vel yfir tunguna og tiltölulega löngu hliðarstangirnar gera það ólíklegra að þær dragist upp úr munnvikunum við reið.
Egg-laga bitahringirnir gera mélið stöðugra og þægilegra fyrir hestinn, sérstaklega þegar notað eru hliðstýrandi taumtök.
Mélið er smíðað úr ryðfríu stáli sem er mjög endingargott og hefur hlutlaust áhrif á munnvatnsframleiðslu.
Hrímnir-mél eru unnin af mikilli nákvæmni. Einstakt og elegant skreytingarmynstrið er byggt á fornum víkingahönnunum.
L-merkið á bitahringnum tryggir að alltaf sé auðvelt að festa mélið rétt við höfuðbúnaðinn – merkið á að vera á neðri vinstri hlið.
Mélið uppfyllir FEIF-reglur og alþjóðlegar kröfur og er leyfilegt í FEIF íþrótta- og kynbótakeppnum.