Hvað gerir SilAll 4×4?
– SilAll 4×4 smitar hvert gramm af votheyi með einni milljón
mjólkursýrugerla, sem keppa við umhverfisgerlana og tryggja
einsleita gerjun og betri verkun.
– Hvatarnir brjóta niður fjölsykrunga og auka þannig meltanleika og
skapa aukið framboð sykurs fyrir mjólkursýrugerlana.
Hver er ávinningurinn við að nota SilAll 4×4?
– Vothey meðhöndlað með SilAll 4×4 skilar 4-5% meira þurrefni inná
fóðurgang og um 10% hærra AAT gildi vegna þess að verkunin
gengur hraðar og óæskileg efnaskipti umhverfisgerla stöðvast fyrr.
– SilAll 4×4 gefur lystugra fóður með hærra næringargildi og aukið
geymsluþol.
– Aukið át og betra næringargildi þýðir meiri afurðir, sem gerir SilAll
4×4 mjög mikilvægan og arðbæran þátt í heyverkun
metnaðarfullra bænda.
Póstlisti
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu reglulega sendar upplýsingar um spennandi tilboð, kaupauka, fræðslu og nýjar vörur.
Með því að skrá þig á póstlista, samþykkir þú að Fóðurblandan megi senda þér tölvupóst á uppgefið netfang. Við munum ekki deila þínum upplýsingum með þriðja aðila.