OceanBlu er spenasprey sem notar glycolic sýru í stað joðs. Glycolic sýra er lífræn sýra sem finnst í sumum ávöxtum, grænmeti og mjólk og er þekkt fyrir húðverndandi eiginleika. Hún er mikið notuð í snyrtivörur til að viðhalda heilbrigði húðar, sem skýrir hvers vegna OceanBlu hefur reynst afar vel til að mýkja spena og bæta ástand þeirra. Eftir aðeins tvær vikur má sjá greinilegan mun á mýkt spenaenda, og eftir átta vikur eru flestir spenar í mjög góðu ástandi.
OceanBlu er hentugt til notkunar bæði fyrir og eftir mjaltir til að tryggja hreinlæti og mýkja og bæta ástand spena.
Eiginleikar:
- Fljótvirkur og áhrifaríkur sótthreinsir – tryggir hraða hreinsun með stuttri virkni fyrir mjaltir
- Góð virkni sem hefur mýkjandi áhrif og bætir ástand spena – sérstaklega við notkun eftir mjaltir.
- Sérhönnuð spreyformúla – þróuð af DeLaval fyrir sjálfvirka spreyjun með áherslu á að hylja alveg spenaenda. Blái liturinn auðveldar eftirlit með því að allir spenar fái fullnægjandi spreyjun.
Afhverju að nota OceanBlue Spenasprey?
OceanBlu hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðar á spenum, sem stuðlar að betri mjólkurframleiðslu og minni sýkingartíðni. Með reglulegri notkun verða spenarnir mýkri og minna viðkvæmir fyrir álagi, sem skilar sér í betra heilbrigði gripanna og minni þörf er á dýralæknaþjónustu.
Að auki inniheldur OceanBlu sértæka GlyTec®-tækni, einkaleyfisverndaða lausn frá DeLaval, sem veitir áhrifaríka sótthreinsun sambærilega joðlausnum án þess að hafa neikvæð áhrif á húðina. Þetta tryggir að bændur fá örugga og hagkvæma lausn sem bæði stuðlar að góðu ástandi spena og hámarkar framlegð búsins.