Fóður Fóðurblöndunnar

Fóður frá Fóðurblöndunni er framleitt fyrir íslenskan markað úr úrvals hráefnum. Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Því miður er ekki hægt að fá öll þau hráefni sem þörf er á hér á landi og þess vegna er stór hluti hráefnanna innfluttur. Maís, bygg og hveiti eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum. Innlend hráefni svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar. Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, lýsi, skeljasandur,rækjuskel og hveitiklíð.

Fóðurblandan leitast við að kaupa vörur og þjónustu innanlands til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp og styrkja íslenskt efnahagslíf.

Aukin byggrækt innanlands mun auka þátt íslenskra hráefna í innlendum fóðurblöndum og vonandi verður hægt að auka hlut íslenskra hráefna með aukinni kornrækt innanlands á næstu misserum. Fóðurblandan hefur nú þegar fest kaup á byggi sem ræktað er hjá bændum hérlendis og hefur sú samvinna lukkast mjög vel.

Stuðst er við nýjustu rannsóknir við þróun og endurbætur á fóðurblöndum og leggjum metnað okkar í rekstur verksmiðju sem notar nýjustu tækni við framleiðsluna. Sérhæft fólk með þekkingu og þjónustulund gerir okkur kleift að vera í forystu í fóðurblöndun. Sérfræðingar fyrirtækisins eru gnægtarbrunnur upplýsinga og gefa góð ráð um allt sem varðar fóður.

Allt frá stofnun fyrirtækisins höfum við haft tvö markmið að leiðarljósi:

Það fyrra er að framleiða úrvals kjarnfóður fyrir íslenskan búpening.

Og hið síðara að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.

Við framleiðum úrvals kjarnfóður fyrir eldisfiska, nautgripi, hæsn og hesta, kanínur, hunda, minka, sauðfé og svín.

Mikilvægi heysýna

Líkt og undanfarin sumur verður lögð áhersla á að bændur taki hirðingarsýni þ.e taki heysýni rétt áður en heyið er rúllað eða sett á annan hátt í geymslu.

Algengt er að bændur taki 5-7 sýni til að fá yfirlit yfir gæði þess heimafengnafóðurs sem aflað er. Heysýnin eru efnagreind hjá Landbúnaðarháskólanum líkt og verið hefur.Til viðbótar hefbundinniheyefnagreiningu verður boðið upp á að fá greint tréni (NDF)í einstökum sýnum.

Unnið verður með fóðurmatskerfið Nor – For.

Þeir bændur sem vilja prófa nýja kerfið þurfa að geta þess á heysýnamerkimiðana.

Samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarháskólanum er miðað við að frá því að heysýni komi til greiningar þar til niðurstöður komi til bænda líði ekki meira en 30 dagar. Við þessi tímamörk yrði miðað í sumar.

Rétt er að rifja upp gagnsemi þessi að taka heysýni:

1. Meiri möguleikar á að fóðrunin verði markvissari og betri, heysýni eru grunnur aðfóðuráætlanagerð.

2. Gefur vísbendingar um ástand túna og er stjórntæki til að meta áburðarþörf og val á áburði.

3. Ef fóðrunarkvillar gera vart við sig er auðveldara að grípa inn í ef menn hafa yfirlit um efnainnihald fóðurs.

4. Upplýsingar um efnainnihald fóðurs er einn mikilvægur liður í innra gæðaeftirliti búsins og treystir grunn að góðri framleiðslu.

Hráefni

Fóður frá Fóðurblöndunni er framleitt fyrir íslenskan markað úr úrvals hráefnum. Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Því miður er ekki hægt að fá öll þau hráefni sem þörf er á hér á landi og þess vegna er stór hluti hráefnanna innfluttur. Maís, bygg og hveiti eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum.

Kaup á hráefnum

Stórnotendur geta keypt hin ýmsu hráefni s.s bygg, soja og hveiti. Bent er á að hafa samband við skrifstofu Fóðurblöndunnar.

Innlend hráefni

Svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar. Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, bygg,lýsi, skeljasandur, kalkþörungar, rækjuskel og hveitiklíð.