Stuðst er við nýjustu rannsóknir við þróun og endurbætur á fóðurblöndum og leggjum metnað okkar í rekstur verksmiðju sem notar nýjustu tækni við framleiðsluna. Sérhæft fólk með þekkingu og þjónustulund gerir okkur kleift að vera í forystu í fóðurblöndun. Sérfræðingar fyrirtækisins eru gnægtarbrunnur upplýsinga og gefa góð ráð um allt sem varðar fóður.
Allt frá stofnun fyrirtækisins höfum við haft tvö markmið að leiðarljósi:
Það fyrra er að framleiða úrvals kjarnfóður fyrir íslenskan búpening.
Og hið síðara að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.
Við framleiðum úrvals kjarnfóður fyrir eldisfiska, nautgripi, hæsn og hesta, kanínur, hunda, minka, sauðfé og svín.