Fyrir geldkýr inniheldur þessi blanda aukalega af þeim steinefnum og vítamínum sem eru nauðsynleg kúnni og ófæddum kálfi hennar samanborið við hefðbundnar steinefnablöndur.
Auka selen styrkir ónæmiskerfi og minnkar líkur á dauðfæddum eða veikburðafæddum kálfum. Einnig eru minni líkur á vöðvarýrnun, lélegri frjósemi, vandamálum eftir burð og smitsjúkdómum.
Blandan inniheldur mikið magn vítamína. Sérstaklega ríflegan skammt af E vítamíni sem eflir einnig ónæmiskerfi kýrinnar og kálfsins. Það minnkar líkur á veikburða kálfum og smitsjúkdómum eins og legbólgu, júgurbólgu og fleiru hjá kúm. Mikið magn A vítamíns hjálpar einnig til við að bæta ónæmiskerfið. Hátt innihald D vítamíns nýtist vaxandi kálfinum en einnig hjálpar það kúnni að stjórna kalsíum búskap í kringum burðinn.
Skammtastærðir:
Geldkýr og kvígur fyrir fyrsta burð: 100-200 g/dag
| Innihald | |
| Snefilefni og vítamín: | |
| Kalsíum Ca g/kg | 73 |
| Sink Zn mg/kg | 6200 |
| Fosfór P g/kg | 80 |
| Magnan Mn mg/kg | 2800 |
| Ca/P | 0,9 |
| Joð I mg/kg | 200 |
| Magnesíum Mg g/kg | 150 |
| Kóbolt Co mg/kg | 50 |
| Kalí K g/kg | 1,2 |
| Kopar Cu mg/kg | 1000 |
| Natríum Na g/kg | 75 |
| Selen Se mg/kg | 50 |
| Brennisteinn S g/kg | 9 |
| Vítamín A IE/kg | 320.000 |
| Vítamín D3 IE/kg | 120.000 |
| Vítamín E mg/kg | 20.000 |
Bovisal Rumen 

