Sáning
Grasflatir
- Undirbúið jarðveginn þannig að ekki þurfi að hreyfa við honum eftir sáningu.
- Dreifið 2–4 kg af fræblöndu á 100 m2 ásamt 6–8 kg á 100 m2 af áburði (Blákorn).
- Dreifið eins jafnt yfir flötinn og unnt er.
- Rakið létt yfir eftir að sáningu er lokið.
- Gott er að þjappa jarðveginn og vökva vel.
- Gætið þess að halda nægum raka í jarðveginum fyrstu vikur eftir sáningu.
- Forðist óþarfa umgang fyrsta sumarið.
- Þegar grasið hefur náð 6-8cm, þá er gott að hefja 1. slátt. Slá skal niður í 4-5cm. Eftir það skal sláttuhæðin vera 3,5cm.
Ísáning
- Rífið upp mosa og kalbletti með garðhrífu. Setjið mold í stæðstu sárin.
- Notið 1–2 kg á 100 m2 af fræblöndu og 3–4 kg á 100 m2 af Blákorni eða Graskorni /Græði 6
- Þjappið og vökvið vel ef kostur er.
Mjög gott er að dreifa fræblöndunni yfir nýlagðar túnþökur. En þá þarf að bera vel á af áburði og vökva vel á eftir.
Sáningartími
MAÍ, JÚNÍ, JÚLÍ og fram í miðjan ÁGÚST er yfirleitt hentugasti tíminn til sáningar.
Ef sáning hefur heppnast vel ætti árangur að sjást eftir um átta vikur. Það er þó mjög háð jarðvegsgerð og veðurfari.
Sérvalin yrki fyrir íslenskar aðstæður.