Ný áburðarverðskrá 2024

Áburðarrit Fóðurblöndunnar er komið út og í því má finna áburðarverðskrá og vöruskrá fyrir árið 2024. Verðskráin sýnir verð pr. tonn (án vsk.) miðað við afgreiðslu í 600 kg sekkjum (Limus® Pro 500 kg).

Mikil verðlækkun er á áburði milli ára og er lækkunin að meðaltali um 25%.

Þrettán áburðartegundir

Í vöruskránni má finna þrettán áburðartegundir sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi og byggja á traustum rannsóknum á íslenskum jarðvegi og heysýnum frá íslenskum bændum.

Níu einkorna tegundir og hafa þær aldrei verið fleiri.

Sex af 13 áburðartegundum innhalda selen og bætt hefur verið við brennistein, kalki og magnesíum í nokkrar áburðartegundir eins og sjá má í vöruskrá.

Hve mikið þarf að bera á?

Nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.

Í áburðarritinu Græði er tafla um almennt viðmið um áburðarþarfir á tún og akra gerða af Rannsókanarmiðstöð Landbúnaðarins sem hjálpa þeim sem eru að velta fyrir sér áburðarþörfinni.

Niðurstöður heyefnagreininga 2023

Í áburðarritinu má sjá niðustöður úr ríflega 2.000 heysýnum, sem voru tekin síðasta haust. 

Heyfengurinn í ár:

  • Lægri meltanleiki á Suður- og Vesturlandi, hærri á Norðurlandi.

  • Hráprótein breytilegt en hækkar að meðaltali, sérlega á Norðurlandi.

  • Trénið á passlegu bili í heildina, í ríflegri kantinum þó.

  • Hærra sykurinnihald.

  • Steinefnin eru mismunandi á milli ára.

    • Kalsíum er áfram undir æskilegum viðmiðum.

    • Fosfór undir æskilegum viðmiðum sem fyrr, en þó nær mörkum.

    • Kalí hækkar milli ára.

    • Selen hækkar og mögulega komið að ákveðnum æskilegum mörkum.

Ítarlegri niðurstöður má sjá í Græði áburðarriti hér til hliðar, ásamt verðskrá. 

 

Græðir 2024 Verðskrá 2024 sölumenn og afgreiðslustaðir áburðar