fbpx

Nýr fjármálastjóri Fóðurblöndunnar

Davíð Ólafur Ingimarsson hef­ur verið ráðinn nýr fjár­mála­stjóri Fóðurblöndunnar ehf.
Davíð kem­ur til Fóðurblöndunnar frá hátæknifyrirtækinu DTE þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri. Þar áður starfaði Davíð sem fjármálastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice sem var selt til alþjóðlega fyrirtækisins BlueCat. Davíð var einnig fjár­mála­stjóri hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Greenqloud og var einn af lyk­il­mönn­um í sölu­ferli fyr­ir­tæk­is­ins til banda­ríska fé­lags­ins NetApp. Einnig var hann fjármálastjóri og síðar forstjóri Gui­de to Ice­land sem var að hluta til selt til Gener­al Electric. Þaðan fór Davíð svo til Trygg­inga­stofn­un­ar og starfaði sem fjármálastjóri.

Davíð sat í stjórn Al­menna Líf­eyr­is­sjóðsins á ár­un­um 2016-2022 og hef­ur auk þess setið í stjórn­um nokkurra fyr­ir­tækja.

Davíð er með B.Sc. í hagfræði, M.Sc. í hagfræði M.Sc. í fjármálum fyrirtækja, og er löggiltur verðbréfamiðlari.