fbpx

Nýr framkvæmdastjóri (CEO) Fóðurblöndunnar

Úlfur Blandon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri (CEO) Fóðurblöndunnar ehf. en hann hefur verið í því hlutverki frá 1. maí síðastliðnum. Úlfur er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með MBA gráðu frá sama skóla. Hann var áður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Fóðurblöndunnar og hefur starfað hjá fyrirtækinu í um 9 ár og hefur því mikla þekkingu á rekstri og starfsemi fyrirtækisins. Úlfur tekur við stöðunni af Eyjólfi Sigurðssyni, sem lætur af störfum eftir áratugalangt og árangursríkt starf. Fóðurblandan færir Eyjólfi einlægar þakkir fyrir störf sín.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er fullur tilhlökkunar að leiða okkar frábæra fyrirtæki. Ég hef tekið þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins undanfarin 9 ár og þekki fyrirtækið og reksturinn vel. Ég tek við góðu og spennandi búi þar sem innanborðs er frábært starfsfólk ásamt helstu sérfræðingum landsins í landbúnaði. Innan veggja Fóðurblöndunnar er mikil þekking og áratuga reynsla en umfram allt magnað starfsfólk sem ég hlakka til að vinna áfram með”.

Kær kveðja,
Úlfur Blandon, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar ehf.