Davíð Ólafur Ingimarsson hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri Fóðurblöndunnar ehf.
Davíð kemur til Fóðurblöndunnar frá hátæknifyrirtækinu DTE þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri. Þar áður starfaði Davíð sem fjármálastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice sem var selt til alþjóðlega fyrirtækisins BlueCat. Davíð var einnig fjármálastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Greenqloud og var einn af lykilmönnum í söluferli fyrirtækisins til bandaríska félagsins NetApp. Einnig var hann fjármálastjóri og síðar forstjóri Guide to Iceland sem var að hluta til selt til General Electric. Þaðan fór Davíð svo til Tryggingastofnunar og starfaði sem fjármálastjóri.
Davíð sat í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins á árunum 2016-2022 og hefur auk þess setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja.
Davíð er með B.Sc. í hagfræði, M.Sc. í hagfræði M.Sc. í fjármálum fyrirtækja, og er löggiltur verðbréfamiðlari.