Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu reglulega sendar upplýsingar um spennandi tilboð, kaupauka, fræðslu og nýjar vörur.
Með því að skrá þig á póstlista, samþykkir þú að Fóðurblandan megi senda þér tölvupóst á uppgefið netfang. Við munum ekki deila þínum upplýsingum með þriðja aðila.
Fjöldi fræja: Fjöldi fræja fer eftir stærð fræja og stærð potta. Þumalputtaregla fyrir c.a. 12 cm pott er að nota 3-5 fræ í hvern pott (t.d. kóriander sem hefur stór fræ), en ef fræin eru mjög lítil þá 10-15 fræ í hvern pott (t.d. timian, oregano ofl sem hafa lítil fræ). Fræ sem eru mjög lítil er best að láta liggja ofaná moldinni.
Hitastig: Venjulegur stofuhiti er ákjósanlegur fyrir nánast allar kryddjurtir. Varist of mikinn hita þegar spírurnar eru litlar, þá geta stilkarnir orðið þunnir og ræfilslegir.