fbpx

Bréf til viðskiptavina

Kæri viðskiptavinur

Viðskiptavinir hafa látið í ljós áhyggjur af afhendingu fóðurs og áburðar á næstu mánuðum vegna ástandsins í Úkraínu. 

Fóðurblandan vinnur að því að tryggja hráefni til fóðurframleiðslu, með það að markmiði að fyrirtækið verði öruggt með fóðurframleiðslu næstu tvo til þrjá mánuði. Það eru ekki bara fordæmalausar verðhækkanir á hráefnum sem við stöndum frammi fyrir, heldur þarf að hafa verulega fyrir því að útvega hráefni til framleiðslunnar. Fóðurblandan nýtur þess nú að hafa verið lengi í viðskiptum á erlendum hráefnismörkuðum og áunnið sér traust.

Eftirfarandi eru dæmi um hækkanir á helstu hráefnum til fóðurgerðar frá því í ágúst 2021 til þessa dags, en auk þess hefur flutningskostnaður hækkað mikið frá fyrra ári:

Fóðurhveiti                ca. 40% hækkun

Maís EU                     ca. 35% hækkun

Sojamjöl                     ca. 30% hækkun

Aðeins varðandi áburðinn, þá er ráðgert að lesta áburð í skip í Finnlandi á næstu dögum og annað seinna í þessum mánuði. Með því höfum við tryggt okkar viðskiptavinum áburð í vor, í samræmi við þeirra pantanir.

Mikilvægt er fyrir land eins og Ísland að búa að traustri matvælaframleiðslu. Bændur á Íslandi og afurðastöðvar gegna þar lykilhlutverki.

Fyrir hönd Fóðurblöndunnar þakka ég góð og traust viðskipti gegnum árin og fullvissa ykkur um að starfsfólk okkar leggur sig fram við að standa sig við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja í þessum málum.

Með góðri kveðju til ykkar frá Fóðurblöndunni og starfsfólki fyrirtækisins

Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri