fbpx

Fjölskyldan í Reykjahlíð endurnýjar DeLaval mjaltaþjón

Fóðurblandan óskar fjölskyldunni í Reykjahlíð til hamingju með undirritun samnings um kaup á DeLaval V310 mjaltaþjóni af fullkomnustu gerð, með ýmsum aukabúnaði.

Mjaltaþjónninn mun verða settur upp seinni hluta sumars og leysa af hólmi mjaltaþjón af gerðinni DeLaval VMS Classic, sem þjónað hefur búinu vel frá árinu 2007.

VMS Classic voru uppfæranlegir á árunum 2007-2018 og má því segja að vel viðhaldinn VMS Classic mjaltaþjónn geti verið eins góður, hvort sem hann var settur upp árin 2007 eða 2017. Gera má ráð fyrir því að áfram fáist íhlutir og rekstrarvara fyrir VMS Classic, en mjaltaþjónar af þessari gerð hafa fengið framhaldslíf hjá nýjum notendum víða um heim.

Upplýsingar um nýja og notaða DeLaval mjaltaþjóna veitir Óskar í tölvupóstfangið oskar@fodur.is