fbpx

Hvað gerir broddmjólk fyrir kálfinn.

Það er gríðarlega mikilvægt að kálfar fái mikið magn af mótefnaríkum broddi, eins fljótt og mögulegt er eftir burð. Kálfar fæðast með óþroskað ónæmiskerfi. Broddmjólk, sem kálfurinn fær á fyrstu klukkustundum eftir burð, getur skipt sköpum um þroska hans. Gæði broddmjólkurinnar hefur mikil áhrif á lífsþrótt, heilbrigði og jafnvel afurðir gripsins seinna á lífsleiðinni.

Rannsókn var gerð árið 2018, á gæðum broddmjólkur íslenskra mjólkurkúa. Um var að ræða Bsc verkefni nemanda við LBHÍ.

Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til þess að mótefnamagn í íslenskum broddi er lægra en þekkist erlendis.

Af því tilefni hefur Fóðurblandan lánað nokkrum viðskiptavinum sínum ljósbrotsmæla, til að athuga gæði broddmjólkur.

Fóðurblandan hyggst safna þessum upplýsingum saman, til þess að geta miðlað þeim til bænda og vonandi stuðlað þannig að betri þroska íslenskra kálfa.