fbpx

Bændur á Ölkeldu kaupa tvo nýja mjaltaþjóna frá DeLaval

Fóðurblandan vill óska fjölskyldunum á Ölkeldu til hamingju með undirritun samnings um kaup á tveimur DeLaval V310 mjaltaþjónum af fullkomnustu gerð, með tilheyrandi búnaði.

Á Ölkeldu standa nú yfir framkvæmdir við byggingu viðbyggingar, sem mun hýsa tvo Delaval V310 mjaltaþjóna , velferðarsvæði og kálfaaðstöðu. Mun þessi viðbót við fjósið því bæta aðstöðu manna og dýra til muna.

Áætluð uppsetning á búnaðnum í fjósið er á vormánuðum og hlökkum við mikið til samstarfsins, en Fóðurblandan hefur átt í mjög góðu samstarfi við bændurna á Ölkeldu í mörg ár.