fbpx

DeLaval VMS Classic til sölu

VMS Classic Hægri mjaltaþjónn leitar að framtíðarheimili. Mjaltaþjónninn var settur í gang 2008 og er í vinnu fram í nóvember og losnar þá til vinnu við áframhaldandi metnaðarfulla mjólkurframleiðslu með mjólkurgæði og velferð dýra og manna að leiðarljósi. Núverandi vinnustaður er í glæsilegu ferðamannafjósi þar sem umhirða er til fyrirmyndar og er hann því góðu vanur.

VMS Classic voru uppfæranlegir á árunum 2007-2018 og má því segja að vel uppfærður og viðhaldinn VMS Classic mjaltaþjónn geti verið jafn góður, hvort sem hann var settur upp árið 2007 eða 2017. 

Gera má ráð fyrir því að áfram fáist íhlutir og rekstrarvörur fyrir VMS Classic, en mjaltaþjónar af þessari gerð hafa fengið framhaldslíf hjá nýjum notendum víða um heim.

Upplýsingar um nýja og notaða DeLaval mjaltaþjóna veitir Óskar í tölvupóstfangið oskar@fodur.is.